Breytingar á svæði 4 í Blöndu-2017

Kæru Veiðimenn,

Við kynnum til sögunnar svolitlar breytingar varðandi gistifyrirkomulag og veiðitíma í Blöndu 4.

Eins og menn vita var veiðihúsið Eiðsstaðir komið til ára sinna og orðið lúið. Við það er ekki búandi lengur og því tókum við þá ákvörðun að gisting fyrir svæði fjögur færðist í Hólahvarf allt tímabilið. Hólahvarf var upphaflega hugsað sem veiðihús fyrir ána og nú er svo komið að svæði 1,3 og 4 nýta saman húsið. 

Gisting og fullt fæði mun fylgja leyfunum í Blöndu 4, aukamaður á stöng greiðir aðeins kr. 20.000 fyrir fullt fæði og gistingu.

Til að spara mönnum akstur verður veiðitími breyttur og veitt verður frá kl 8-14 og frá 15-21 allt tímabilið. Hugsunin er að menn smyrji sér nestispakka á morgnana til að gæða sér á uppi á dal í stuttu hádegishléi.  Veiðimenn koma svo og matast með veiðimönnum annara svæða um kvöldið, á eftir er svo tilvalið að skella sér í gufubað eða pottinn.

Við erum viss um að þessar breytingar verða til góðs og að veiðimenn eiga eftir að eiga góðar stundir saman í Hólahvarfi.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is