Breytingar á framboði veiðisvæða hjá Lax-Á

Kæru veiðimenn,

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að töluvert hefur verið um breytingar á framboði veiðisvæða sem Lax-Á er með á leigu. Til að auðvelda mönnum yfirsýn eru hér að neðan þau veiðisvæði sem Lax-Á hefur á leigu fyrir sumarið 2020:

Stóra Laxá í Hreppum – Öll svæði.

Tungufljót í Biskupstungum- Öll áin með laxa og silungasvæði

Ásgarður í Sogi – Þrjár stangir seldar með eða án veiðihúss.

Ytri Rangá – Sjáum um sölu í mánuð yfir besta tíma.

Eystri Rangá – Höfum einkasölu á Íslandi frá 3.07 -03.09.

Auk þessa rekum við áfram dásamlegar veiðibúðir í Grænlandi og bjóðum upp á gæsaveiði í Gunnarsholti á Haustin.

Bókanir eru nú í fullum gangi fyrir næsta sumar og eigum við enn nokkur frábær holl á lausu.

Myndin sem fylgir með er af undirrituðum með hlussu bleikju í Grænlandi.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is