Bókanir fyrir 2018

Nú erum við búin að hafa samband við alla sem voru að veiðum hjá okkur í sumar og bjóða þeim dagana sína aftur. Ef þú varst með daga hjá okkur og ekki hefur verið haft samband við þig en þú hefur hug á að endurbóka endilega sendu undirrituðum línu sem fyrst. 

Í framhaldi af endurbókunum höfum við nú hafið almenna sölu. Enn er að finna feita bita í framboðinu hjá okkur í Blöndu, Leirvogsá, Stóru Laxá, Eystri Rangá og fl. 

Við erum byrjuð að færa inn í vefsöluna og smám saman mun framboðið þar aukast.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is