Bókanir fyrir 2017

Þó svo að veiðitímabilið sé ekki alveg búið þá erum við hjá Lax-Á strax farin að huga að því næsta. Við verðum með óbreytt framboð á næsta ári nema hvað Leirvogsá bætist í flóruna hjá okkur.

Við reynum alltaf eftir fremsta megni að tryggja mönnum að halda hollunum sínum. Við vildum því minna þá veiðimenn á sem vilja halda sínu holli að hafa samband við okkur sem fyrst áður en almenn sala hefst að ráði.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is