Blanda svæði eitt 2018

Einhver albesta vorveiði á laxi sem hægt er að komast í er á svæði eitt í Blöndu. á síðustu árum hefur veiðin í júni verið mjög góð og skemmst er að minnast ársins 2016 þegar það var hrein veisla á svæðinu í júnímánuði. Síðasta ár var ekki alveg jafn gott en gott samt og hver veit hvað gerist nú í sumar. 

Að veiða Breiðuna í Blöndu á fallegu snemmsumarskvöldi er  að tala við guð að mati undirritaðs svo að ég vitni nú í mér frægari veiðimenn. 

Við eigum eitthvað af flottum júnídögum eftir. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is