Blanda svæði 4

Svæði fjögur í Blöndu hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mörgum og þeir sem fara einu sinni koma flestir aftur. Blanda IV er gjörólíkt hinum svæðunum í Blöndu, blátær á, mun minni um sig en neðri svæðin. 

En fyrir laxinn í Blöndu er þetta mikilvæg uppeldisstöð og því safnast saman mikið magn af laxi þarna í gljúfrunum þegar líða tekur á sumarið. Fyrstu laxarnir veiðast alltaf í opnun og virðast þeir rjúka beint upp fljótlega eftir að þeir koma í ána. 

Eins og menn vita er alltaf hætta á að Blanda fari á yfirfall og hefur það ekki góð áhrif á veiðiskapinn á svæði 4.  En yfirföll hafa sem betur fer verið fáséð á síðustu árum á veiðtíma með þeirri undantekningu að Blanda fór á yfirfall í byrjun september í fyrra. Í fyrra var  mikið í lóninu strax á vetrarmánuðum,  nú er mun minna í því og þess vegna minni líkur á yfirfalli þó aldrei sé hægt að ábyrgjast það. Hér má sjá stöðuna í lóninu eins og hún er í dag: Staða Blöndulóns 

Við eigum enn eftir marga mjög góða daga á svæði fjögur og hægt er að gera mjög góða kaup síðla sumars á leyfum án gistingar.

Hér má finna leyfi í Blöndu 4: Blanda 4 – Leyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is