Blanda svæði 2 -2018

Blanda tvö hefur alltaf verið ákaflega vinsælt svæði hjá okkur enda er veiðivon þar góð og verð nokkuð hagstæð. Sala hefur verið góð á svæðið en við eigum nokkrar góðar dagsetningar eftir.

Fyrst ber að nefna að 21-23.07 er laus. Allt hollið, fjórar stangir í tvo daga. Það er eiginlega lögreglumál að þetta sé enn laust, frábær tími á svæði tvö.

Svo eigum við daga frá 5-7.08 og aftur frá 12-17.08 sem eru flottir dagar. 

Hægt er að skoða allt sem eftir er á svæði tvö hér í vefsölunni: Blanda svæði 2

Athugið að myndin sem fylgir fréttinni er gömul mynd af einum 25 punda sem veiddist á svæðinu. Þeir geta verið svakalegir í Blöndu.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is