Blanda opnar á morgun!

Jæja, nú er loks komið að þessu. Til hamingju með nýtt laxveiðitímabil 

Norðurá opnaði í dag með ágætum árangri þrátt fyrir vatnsskort og á morgun opnar svæði eitt í Blöndu. 

Vatnsskortur verður ekki vandamál í Blöndu og við höfum heyrt frá tíðindamönnum okkar fyrir norðan að áin sé fremur lág miðað við árstíma og frábær skilyrði. Staðan á lóninu er líka fyrir neðan meðaltal þannig að við vonum að yfirfall plagi okkur ekki þetta tímabilið. 

Það er vaskur hópur sveina og meyja sem opnar ána á morgun og munum við að sjálfsögðu færa ykkur fréttir af opnun með myndum tilbehör. 

Gleðlegt veiðisumar!

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is