Blanda komin á yfirfall

Ágætu veiðimenn,

Blanda er komin á yfirfall. Við fengum neðangreinda tilkynningu frá Landsvirkjun í morgun þann 29.08. Hætt er við að veiðar á öllum svæðum verði erfiðar fyrstu dagana í framhaldi. Yfirleitt sjatnar áin eitthvað á nokkrum dögum. Allt löglegt agn er nú leyfilegt á öllum svæðum þar til áin dettur aftur af yfifalli.

Uppfært 30.08.

Blanda er ekki lengur á yfirfalli og allar fyrri reglur gilda við veiðiskap.

Yfirfall Blöndulóns kom á Blöndulón í morgun Kl.: 05:49:56 þá datt vatnshæðin í 478,00 sem þýðir að það lónið er fullt.

Norðan golan og helli rigningin síðustu tvo daga olli því að það fylltist, áin mun þá litast í framhaldinu af því.

Síðasta sólahringinn hækkaði um 5 cm og sólahringinn þar á undan um 10 cm.

Reiknað er með sömu framleiðslu á vélum Blöndustöðvar.

Kveðja

Guðm. R