Blanda IV – engin gistiskylda í september

Eins og veiðimenn vita flestir þá gerðum við þær breytingar á gistingu á svæði fjögur í Blöndu að nú fylgir gisting og fullt fæði með leyfunum í Hólahvarfi.

Veiðimenn hafa almennt verið nokkuð ánægðir með þessar breytingar en þó hafa sumir bent á að þessu geti fylgt aukin áhætta í september þegar hætta er á yfirfalli.

Við höfum tekið tillit til þessara óska og seljum því nú leyfi í september án gistingar á lægra verði.

Framboðið má sjá hér í vefsölunni: Blanda IV Vefsala

Eftir sem áður verður veiðitími allt sumarið frá klukkan 8-14 og 15-21.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is