Blanda 4 er frábært svæði

Þeir eiga það sameinginlegt veiðimennirnir sem hafa veitt Blöndu 4 að þeir koma alltaf aftur. Svæðið er hreint einstakt, fjarri mannabyggðum með stórfengnum gljúfrum og stórkarlalegu landslagi.

Og veiðin er mjög góð, svæðið er gríðarlega mikilvægt hryngningarsvæði fyrir Blöndulaxinn sem hópast þarna upp eftir til að fjölga sér.

Í Blöndu fjögur færðu það besta beggja heima: sterkan Blöndulaxinn en blátæra minni á þar sem hægt er að glíma við hann með einhendu.

Við eigum örfáa daga eftir í sumar og við minnum á septemberdaga sem við seljum á góðu verði án gistingar. Auðvelt ætti að vera að redda sér gistingu í akstursfjarlægð í septembermánuði.  Verðlagning í september tekur mið af því að þá er alltaf hætta á yfirfalli en áin hefur samt ekki farið á yfirfall síðustu ár.

Hér má sjá laus leyfi: Vefsala Blanda 4

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is