Bíngó bongó í Eystri Rangá

Það hefur líklega ekki farið fram hjá flestum að þetta sumar ætlar hreint ekki að gefa vel í laxveiðinni. Þó eru á því undantekningar sem betur fer og ein þeirra er Eystri Rangá. 

Veiðin í Eystri hefur verið fantafín síðustu daga og er smálax að hrannast inn en mikið er einnig af vænum fiskum upp í og yfir meterinn. 

Undirritaður fór í gær ásamt Karli Steinari í gær vegna þess að viðskiptavinur eftirlét stangirnar og er skemmst frá því að segja að við lentum í veislu. 

Við lönduðum 15 löxum af svæði eitt og misstum annað eins, svæðið hreinlega kraumaði af laxi í göngu. Mest var þetta vel haldinn smálax en með í aflanum voru fiskar upp á 93,90, 88 og 78 cm. 

í gær komu yfir 50 laxar úr ánni og við höldum að hún verði hrikalega góð í sumar.  

Við eigum siðustu stangirnar í júli á tilboði í vefsölunni sem er hægt að skoða hér: Eystri Rangá

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is