Ásgarður Silungasvæði

Silungsveiðin í Ásgarði hefur verið vinsæll kostur á vorin en svæðið opnar fyrir óþreyjufulla veiðmenn þann 1. apríl ár hvert. Fyrst um sinn er veiði leyfð allt frá markargirðingu við Álftavatn og upp allt Ásgarðssvæðið að veiðimörkum við Syðri Brú. Eftir 10. Júní er veiði eingöngu leyfð á svokölluðu silungasvæði, þá afmarkast svæðið af víkinni neðan gamla veiðihússins og að markargirðingunni við Álftavatn.

Í vorveiðinni fylgir hið glæsilega veiðihús sem stendur á Gíbraltarhöfða með leyfunum um helgar og einnig almenna frídaga allt fram til 24.júní. Virka daga fylgir húsið ekki með leyfunum og að sjálfsögðu eru þau ódýrari þá. Í veiðihúsinu sem stendur á Gíbraltarhöfða er allt til alls. Þar eru þrjú herbergi, öll með sér snyrtingu og baði, glæsileg verönd með útsýni yfir ána, heitur pottur og gufubað.

Bleikjan í Soginu getur orðið ansi væn og hún er skemmtilegur og krefjandi fiskur til veiða. Í Ásgarði er allt löglegt agn leyfilegt og því er þetta tilvalinn kostur fyrir fjölskylduveiði. Við höfum heyrt sögur af börnum með spinnstangir sem voru ekki síður aflasæl en foreldrarnir.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is