Ásgarður kominn í vefsölu

Við vorum að henda lausum dögum í Ásgarði inn í vefsöluna og má þar finna marga góða bita. 

Eftir afar magurt ár 2017 gekk veiðin vonum framar í Ásgarði 2018 og vonum við að sjálfsögðu að sú uppsveifla sé komin til að vera. 

Ásgarður er fornfrægt veiðisvæði og er það veitt með þremur stöngum sem seljast saman. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að nú seljast stangirnar í heilum dögum án húss en hægt er að bóka húsið sér sé það laust. 

Það er fín dagsferð að skella sér í Ásgarð enda er svæðið rétt um 45 mínútur frá Reykjavík.

Hér má finna laus leyfi: Ásgarður 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is