Alveg að detta í lax

Það var um þetta leiti í fyrra að fréttir bárust af því að fyrsti laxinn hefði sést í Laxá í Kjós. Gárungarnir ypptu öxlum og tóku því lítt trúanlegu enda er eðlilegur tími nær 20. maí.

En svo fóru að heyrast fréttir víðar og ljóst var að laxinn var óvenju snemmgenginn þetta vor. Þegar Kjósin og fleiri ár var opnaðar síðla í júní voru t.d að veiðast vel legnir laxar sem menn giskuðu á að hefðu verið í ánni í drjúgann tíma.

Talandi um opnanir þá hefur aldrei veiðst jafnvel í opnun í Blöndu og á því herrans ári 2016. Veiðimenn sem opnuðu ána lentu í svaðalegri veislu og enduðu tveggja og hálfsdags túrinn með 99 kvikindi. Allt boltafiskar upp í tuttugu pundin! Fyrstu tíu dagana veiddust svo 302 laxar á stangirnar fjórar á svæði eitt. Það eru 8 stórlaxar á stöng á dag, takk fyrir. Við gerum okkur ekki vonir um álíka byrjun í ár en spennandi verður samt að sjá hvað gerist.

Mat síðuritara er að þetta ár verði með “venjulegra” móti með minna af stórlaxi en mun meira af smálaxi. Ég ætla að spá því að veiðin verði meiri árið 2017 en sextán svo nú geta menn farið að hlakka til!

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is