Af Svartá og Blöndu

Svartá opnaði þann fyrsta júlí síðastliðinn og fékk opnunarhollið einn lax og missti nokkra. Hollið á eftir þeim fékk sex laxa.

Allir fiskarnir hingað til hafa verið teknir í Ármótum en fiskur var misstur í Brúnahyl í uppánni.

Enn kroppast misvel eftir dögum úr Blöndu, flest svæði eru að gefa fisk alla daga en mismikið. Á svæði eitt er farið að bera svolítið á smálaxi sem veit á gott varðandi framhaldið. Næstu tvær vikur segja mikið um sumarið þegar stærstu göngur smálaxa ættu að fara að hellast inn. 

Ef við skoðum veiðina í Blöndu og Svartá í sögulegu samhengi þá má tala um eðlilegt ástand. Árið 2015 voru til að mynda komnir 515 laxar úr Blöndu þann 08.07 en sú tala nánast tvöfaldaðist vikuna á eftir í 919 stykki og svo aftur vikuna þar á eftir.  

Veiðkveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is