Af svæði þrjú í Stóru Laxá

Það hefur lítið farið fyrir svæði þrjú í Stóru Laxá í fréttum síðastliðna daga. Við fengum góðar fréttir frá veiðimönnum sem voru þar við veiðar í gær, fimmtudaginn 7.júlí. Á þeirri vakt settu þeir í níu laxa, fimm af þeim í Heljarþrem og fjóra í Stapa en einnig sást til lax í Iðu. Af þessum níu var fjórum landað.

Svæði þrjú er tveggja stanga og fylgir gott hús með veiðileyfum. Upplýsingar um lausa daga má finna inná vefsölu Lax-á

johann@lax-a.is