Af opnun Svartár og fréttir af Hallá

Svartá opnaði þann fyrsta júlí og skilaði opnunarhollið fimm löxum. 

Þrír laxarnir voru stórlaxar á bilinu 82-86 cm og tveir voru smálaxar. Einnig voru veiðimenn að landa fallegum og stórum sjóbirtingum.

Hallá hefur verið í ágætum gír frá opnun. Júlíus Magnússon var þar ásamt föruneyti og landaði hollið fjórum löxum. Tveir voru stórlaxar og tveir smálaxar, margir láku einnig af færinu og ljóst að töluvert líf var á svæðinu. Með greininni er mynd af laxi sem fékkst úr Hallá. 

Veiðikveðja 

Jóhann Davíð –  jds@lax-a.is