Af Leirvogsá

Leirvogsá opnaði fyrir nokkru og hafa verið að veiðast 1-4 laxar á dag frá opnun. Veiðin væri að ölum líkindum mun meiri væri maðkur leyfður. Á móti kemur að meira verður eftir af laxi í ánni flestum til ánægju. Stórt hlutfall af veiddum laxi hingað til hefur verið sleppt aftur.

Laxinn var lítið dreifður um ána í upphafi en mest af honum var í hyljunum fyrir neðan brú og svo uppi í efra gili. Þessi snemmgengni virðist rjúka beint upp í gljúfur og hafa laxar verið misstir í Tröllafossi og í rennunum þar fyrir neðan.

Við höfum verið að bíða eftir fyrstu stóru göngunum og í gær fór að bera á auknum göngum. Stór ganga gekk inn á flóði og var vel stappað í mörgum hyljum fyrri neðan brú.

Næstu dagar verða spennandi í Leirvogsá.

Við eigum stangir lausar um helgina og eru þær á tilboði vegna skamms fyrirvara. Athugið að ekki verður gefinn frekari afsláttur og við seljum ekki hálfa daga. 

Vefsala – Leirvogsá

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is