Af Langadalsá 2018

Vinir Langadalsár halda úti frábærri Facbook síðu þar sem þeir færa okkur fréttir af veiðinni. Þar ber að líta svohljóðandi frétt:

“Fyrsti lax ársins var veiddur í Langadalsá þann 28.6. en þá veiddist 69 cm hængur í Efra-Brúarfljóti (8) á Black Ghost. Í morgun veiddust 5 laxar á neðsta svæðinu eða 3 laxar við Neðri-Brúarfljót (27) og 2 laxar á Klöppinni (37). Allt voru þetta smálaxar, 3-5 pund, sem hafa gengið í stórstreyminu. Aðeins einn stórlax hefur veiðst en hann veiddist í Kirkjubólsfljóti (18) og reyndist vera 80 cm sem var sleppt að viðureign lokinni. Alls voru því 7 laxar komnir á land á hádegi í dag. Þessi byrjun lofar góðu þar sem smálaxinn er þegar mættur. Athygli vekur að hængar eru í meirihluta þeirra laxa sem hafa náðst.”

Það er því ljóst að líf er að kvikna í Djúpi og smálaxinn er nú þegar mættur. Spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. 

Hér má líka við Facebook síðu Langadalsár: Langadalsá FB

Hér má sjá og kaupa veiðileyfi í ána: Langadalsá-vefsala 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is