Af Blönduveiðum

Blanda er í fínum málum þessa dagana og hefur veiðst ágætlega á flestum svæðum. Júlíus Magnússon var að klára túr á svæði 2 og hafði tíu laxa upp úr krafsinu, vel veiðist flesta daga á svæði eitt og eitthvað er um að smálax sé farinn að ganga en við bíðum enn eftir kraftmeiri göngum. Blanda 4 er að gefa lax alla daga en helst er hann enn að finna á neðri hluta svæðisins á þessum tíma. Blanda þrjú er líka í ágætum málum, Höskuldur Birkir Erlingsson fór þar í gær og landaði þremur stórlöxum 84-88 cm á morgunvaktinni – allir nýgengnir stórlaxar. 

Nú eru hátt í þriðja hundrað laxa gengnir teljarann og kom gott skot í göngu um helgina er 70 laxar fóru í gegn.   

Með þessari grein er mynd frá Júlíusi Magnússyni af fallegum smálaxi af svæði tvö.