Af Blönduopnun 2019

Blanda opnaði fyrir veiðar klukkan 7 stundvíslega í morgun. Aðstæður voru hinar bestu, ekki mikið í ánni og lítill litur en veðrið var vetrarlegt og sýndi mælirinn þrjár gráður. 

Brynjar Hreggviðsson landaði fyrsta lax sumarsins úr Dammi suður og var það 78 cm hrygna sem var gefið líf. Reynir “laxahvíslari” Sigmunds veiddi stærsta laxinn sem var 93 cm hrygna úr Breiðu suður.

Fyrsta vakt gaf í heildina 8 laxa og eru það alveg pýðis árangur. Allt var þetta nýgengið og með lús.

Við eigum eitthvað lítið af stöngum eftir í Blöndu í júní og eru þær á tilboði hér:  Blanda vefsala  

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is