Af Blöndu, Svartá og ótímabærum fréttum af yfirfalli

Fyrst ber að nefna að alls ótímabærar fréttir víða hafa borist af yfirfalli í Blöndu. Hið rétta er að yfirfall er ekki hafið, vissulega er hátt í lóninu en síðustu daga hefur hækkað mjög hægt í því. Yfirfall gæti orðið næstu daga eða jafnvel vikur en erfitt er að spá því með vissu, það fer algerlega eftir veðurfari og almennri vatnsstöðu hjá Landsvirkjun. Við munum að sjálfsögðu birta frétt um leið og við heyrum af því að eiginlegt yfirfall sé hafið. Við erum með puttann á púlsinum og birtum því fyrir skömmu frétt um að gæti stefnt í yfirfall, það var eingöngu gert til að halda veiðimönnum upplýstum um gang mála.  

Veiðin í Blöndu almennt er ekki að ná sömu hæðum og fyrri ár en af því sögðu þá er ekki hægt að tala um beinlínis lélega veiði. Áin er að skila einhverri veiði á öllum svæðum flesta daga og var til að mynda eins stöng sem veiddi svæði þrjú með fimm laxa eftir morgunvaktina.

Svartá hefur verið ákaflega róleg í sumar og er veiðin fram að þessu um 70 laxar. Svartá hefur alltaf verið sterkust síðsumars og því bindum við vonir um framhaldið.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is