Ævintýraferð til Grænlands.

Lax-á hefur sett saman 4 einstakar ævintýraferðir til Grænlands næsta sumar.

Um er að ræða tvær þriggja nátta ferðir og tvær 4 nátta ferðir. Dagssetningarnar sem eru í boði eru:
7 – 10 Júlí

10 – 14 Júlí

14 – 17 Júli

17 – 20 Júli

Verð á þriggja nátta ferðinni er Kr. 220.000.- pr. mann og verð á fjögurra nátta ferðinni er kr. 280.000.- pr. mann. En ef það eru fjórir eða fleiri saman þá er verðið á þriggja nátta ferðinni 190.000.- pr. mann og á fjögurra nátta ferðinni 250.000.- pr. mann.

Innifalið í pakkanum eru bátsferðir frá flugvellinum í Narsarsuaq til Lax-a Veiðibúða og til baka til Narsarsuaq, fullt fæði og gisting í Veiðibúðum Lax-a , tveir eru í hverju herbergi. Einstök sjóbleikjuveiði í hinum ýmsu ám og vötnum. Sjóstangaveiði er einnig góð á svæðinu. Ef á þarf að halda þá eru öll veiðitæki til staðar í Veiðibúðunum, bæði til veiða í ám og á sjó. Það eru einnig frábærar gönguleiðir á svæðinu í þessu stórfenglega umhverfi , ein sú allra skemmtilegasta liggur beint úr búðunum yfir í Ísfjörðinn. Fjölbreytt dýralíf er á leiðinni svo sem ernir, rjúpur, snæhérar og hreindýr sem gleðja augað. Skemmtilegt er að fara heimsækja lítið þorp heimamanna Qassimiut sem er í 30 mínútna göngu fjarlægð og kynnast aðstæðum heimamanna.

Ef að einhverjir vilja skjóta Hreindýr, þá kostar dýrið kr. 100.000.- Taka má 10 kg af kjöti á mann heim til Íslands. Sem þýðir sem dæmi að ef 4 til 6 eru saman í stangveiði og taka eitt dýr. Mega þeir taka 40 til 60 kg af kjöti til Íslands.

Þó að við segjum sjálf frá, þá eru Veiðihúsin á Grænlandi alveg sérlega falleg og notaleg og útbúin öllum nútíma þægindum sem er alveg einstakt í óbyggðum Grænlands. Við getum tekið við allt að 16 gestum í 8 rúmgóð timburhús. Til staðar eru bæði heitt og kalt vatn , sex sturtur og sex salerni , gufubað er á staðnum og rúmgott hús þar sem við matreiðum og berum allan mat. Veiðihúsin eru þannig gerð að þau henta öllu aldurshópum, þetta er fábær staður til að fara með fjölskyldu og vini eða fara með starfsfólk fyrirtækja og þjappa mannskapnum saman í stórfenglegri náttúru. Ein besta silungsveiðiáin er alveg rétt við Veiðihúsin. Meðalþyngd bleikjunnar er um 3 til 4 pund og þær stærstu ná upp í 8 til 10 pund. Þess má geta að maturinn okkar í Veiðihúsunum er afskaplega hollur og kemur allur úr nærjiggjandi nátúru, hreindýrasteikur, sauðnaut, frábært grænlenskt lambakjöt, alla daga ferskur fiskur úr sjónum og nýveidd bleikja.
Venjulega kemur fólk með sína eigin drykki en ef að upp á vantar þá eru til sölu bjór, vín og aðrir sterkari drykkir í Veiðihúsinu.

ATH flug til og frá Grænlandi er ekki innifalið , hérna má bóka flug https://www.airicelandconnect.is/
Frekari upplýsingar um svæðið okkar á Grænlandi má finna hér: https://www.lax-a.is/onnur-lond/graenland/
Áhugasamir hafi samband við Árna Baldursson arnibald@lax-a.is Sími 898 3601 eða Karl Steinar Óskarsson karl@lax-a.is Sími 893 6180