Eystri Rangá í góðum gír.

Eystri Rangá er í góðum gír og er veiðin þar mjög góð. Síðasta vika einkenndist af miklum hitum og var Eystri mjög lituð á þessum tíma. Nú er áin að hreinsa sig og búast menn við mikilli veiði næstu daganna. Blanda átti líka góða viku og vonandi fer að komast meiri kraftur í hana.

Við eigum nokkrar stangir um næstu helgi bæði í Eystri og Blöndu sem eru til sölu í vefsölunni okkar. 

 

Sæti Veiðistaður 31.júl 25.júl 18.júl 11.júl 3.júl Síðasta vika
1. Eystri Rangá 1.349 1.183 686 405 235 166
2. Urriðafoss 680 636 560 502 427 44
3. Miðfjarðará 647 493 307 175 118 154
4. Ytri Rangá 628 467 291 164 93 161
5. Selá 606 374 204 133 91 232
6. Blanda 480 325 265 202 135 155
7. Þverá + Kjarrá 421 355 251 140 91 66
8. Elliðaárnar 351 303 237 153 81 48
9. Hofsá 325 232 142 46 16 93
10. Haffjarðará 302 256 185 133 91 46