Nýjustu veiðitölur – Eystri Rangá frábær.

Birtar voru nýjustu veiðitölur á www.angling.is í morgun og það er gaman að sjá hversu vel gengur í Eystri Rangá. Staðan þar er betri en á sama tíma í fyrra en það er einstakt þetta sumarið. Við vorum að setja inn stangir til sölu í Eystri Rangá í vefsöluna okkar meðal annars um Verslunarmannahelgina. Um að gera að stökkva á það.

Sæti Veiðistaður 25.júl 18.júl 11.júl 3.júl Síðasta vika
1. Eystri Rangá 1.183 686 405 235 497
2. Urriðafoss 636 560 502 427 76
3. Miðjarðará 493 307 175 118 186
4. Ytri Rangá 467 291 164 93 176
5. Selá 374 204 133 91 170
6. Þverá og Kjarrá 355 251 140 91 104
7. Blanda 325 265 202 135 60
8. Elliðaár 303 237 153 81 66
9. Haffjarðará 256 185 133 91 71
10. Hofsá 232 142 46 16 90