7 stórum landað í Tungufljóti í gær

Það má með sanni segja að það hafi aldeilis lifnað yfir Tungufljóti í gær. Eftir hádegi í gær voru tveir veiðimenn við veiðar í Tungufljóti, annar setti í 7 laxa á hitch á klukkustund en missti þá. Og næsti veiðimaður kom og veiddi 7 laxa á 3 klukkustundum, þeir voru allir stórlaxar. Mikið líf er í ánni og sást hann stökkva víða í fossinum.

Á næstu dögum verður hægt að kaupa 2 stangir í hálfan dag, en vanalega er alltaf seldur heill, svo þá hafa menn tækifæri á að skreppa í fljótið með 2 stangir í 6klst á frábærum tíma á góðu verði.

Hér er hægt að sjá lausar stangir í Tungufljóti á vefsölu, Vesturbakkinn og Austurbakkinn.