3.000 gæsir í Gunnarsholti

Þó að stangveiðitímabilið sé við það að koma á enda er tilhlökkun að fara á gæs. Góðar fréttir eru nú úr Gunnarsholtinu. Þar eru laus skotveiðileyfi á gæs í Gunnarsholti en þar eru nú staddar 2.000-3.000 gæsir. Þeir sem hafa áhuga á lausum dögum sem hafa losnað vegna ástandsins vegna erlendra ferðamanna sem komast ekki til landsins, eru beðnir að hafa samband. Hægt er að hringja í Axel s. 895 7554 eða Sveinbjörn s. 897 7697 og fá frekari upplýsingar. Einnig hjá Árna á tölvupósti arnibald@lax-a.is eða í síma 898-3601.