102 cm lax úr Svartá!

102 cm laxinn hans Gunnlaugs II, lax-a.is

Hinn kunni veiðimaður Gunnlaugur í Heydölum var við veiðar í Svartá í Svartárdal um daginn og setti í risalax mjög ofarlega í dalnum. Hann náðist á smáan Bismó. ” Ég naut aðstoðar Guðmundar Ólasonar frá Hrólfsstöðum í Jökuldal, en hann er veiðistjóri í Jöklu og hefur séð nokkra risa um ævina. Án hans aðstoðar hefði ég aldrei getað landað þessum fiski ” sagði Gunnlaugur. ” Ég sá laxinn aldrei taka fluguna og hann lagðist bara fyrir. Ég hélt á tímabili að línan væri flækt í kringum stein og óð útí til að kanna málið, en þá tók hann á rás þessi höfðingi. Eftir dágóða baráttu tókst okkur að landa honum. Guðmundur mældi laxinn fjórum sinnum og niðurstaðan var alltaf 102 cm ” sagði Gunnlaugur ennfremur.

Laxinn fékk að sjálfsögðu líf aftur eins og allir laxar í ánni sem eru stærri en 70 cm. Hér má nálgast veiðileyfi í ánni: Veiðileyfi í Svartá.

Karl Steinar Óskarsson karl@lax-a.is s.893 6180