langadalsa3Lax og Silungsveiði á Íslandi
Stangveiðifélagið Lax-Á býður viðskiptavinum sínum gott úrval af stangveiðiám við allra færi.
Í flokknum “Laxveiði- veiðihús með þjónustu” er um að ræða veiðiár þar sem veiðihús eru í fullum rekstri, dekstrað er við veiðimenn og öll aðstaða er í sérflokki.
Undir liðnum “Laxveiði með/án veiðihúss” er að finna veiðisvæði þar sem fjölskyldur eða vinahópar geta séð um sig sjálf í þægilega útbúnum veiðihúsum. Veiðin í þessum ám er í mörgum tilvikum ekki síðri en í stóru ánum því þar er veitt á fáar dagsstangir. Heitir pottar og eða gufubaðsaðstaða fylgja mörgum veiðihúsanna.
Í flokknum “Silungsveiði” má finna ágætis úrval hvort sem um er að ræða staðbundinn eða sjógenginn silung. Í sumum tilvikum fylgir veiðihús silungsveiðinni en nánar má lesa sér til um tilhögun á síðum ánna.
Í öllum tilvikum er að finna greinargóðar upplýsingar um veiðisvæðin, svo sem; veiðitíma, leyfilegt agn, aðgengi, staðhætti svo að ógleymdum upplýsingum um veiðikort af hverju svæði.
Allar upplýsingar um lausa daga er að finna á skrifstofu okkar í síma 5316100 eða með tölvupósti jds@lax-a.is Auk þess aðstoðum við þig að sjálfsögðu við val á veiðisvæði sé þess óskað.