Veislan að byrja í Stóru laxá!

Eftir úrehellið síðustu daga er Stóra Laxá aldeilis að taka við sér. Við höfum heyrt frá mönnum af öllum svæðum sem hafa verið að fá hann og mikið af honum. 

Tómas Sigurðsson var einn að veiðum á svæði 4 í morgun og setti í 12 laxa en landaði 6. Árni Baldursson hafði verið þar á undan honum og lent í mjög góðri veiði. 

Árni var svo staddur á svæði 1&2 í gærkveldi og lenti í svaka göngu og var að eigin sögn úrvinda eftir átök dagsins í Bergsnösinni. 

Við eigum stangir á öllum svæðum eftir fram til loka tímabils og fá kaupa þær hér í vefsölu – Vefsala Lax-Á 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is