Spennandi tilboð í vefsölu

Við vorum að setja inn mörg spennandi tilboð í vefsöluna hjá okkur. Þar er að finna tilboð á öllum veiðisvæðum, lægsta tilboð frá 17.500kr. dagurinn.

Í vefsölunni er að finna mörg veiðisvæði, svo sem Stóru Laxá, Tungufljót, Norðurá, Eystri Rangá, Ásgarð í Soginu, Ytri Rangá ofl.

Þar eru bæði seldar stakar stangir, stangir saman tvær í pakka og með mismunandi þjónustustig. Til að mynda er hægt að gera góð kaup og fara á svæði 3 í Stóru Laxá fyrir 32.500kr á stöng á dag og fylgir hús þar með, það getur verið skemmtilegur kostur líka fyrir þá sem vilja deila stöng og fara 4 saman og lækka þar með kostnaðinn frekar á mann. Þar er heitur pottur og huggulegt hús við ánna með svefnpláss fyrir 4 manns svo veiðimenn hafa allt svæðið út af fyrir sig með 2 stangir.
Hægt er að gera svipuð kjör á svæði 4, en þar eru 4 stangir og því möguleiki fyrir stærri hóp einnig að vera saman með gott hús í yndislegri náttúru.

Einnig er hægt að skreppa í dagsferð í Ásgarð á tilboði núna fyrir rúmlega 26.000kr á stöng á dag.