Lax kominn úr Hallá

Hallá opnaði seinnipart þess 21.06 og við heyrðum í veiðimönnunum sem eiga opnunina.

Þessir sömu veiðimenn höfðu komið við í ánni nokkru fyrir opnun til að athuga hvort hann væri mættur og sáu þá laxa í gljúfrunum fyrir neðan veiðihúsið.

Þei hugsuðu sér gott til glóðarinnar í opnun en þá bar svo við að laxinn var farinn upp dalinn. Var þá breyt um hernaðaráætlun og skundað í neðri part árinnar. Og það bar góðan árangur, rétt fyrir ofan ós var sett í vænan lax og skömmu síðar landað 9 punda grálúsugum laxi. Í sama hyl settu þeir í tvo á flugu sem láku af.

Þeir sáu í framhaldi töluvert af laxi að bylta sér fyrir utan ósinn sem mun efalaust skríða inn næstu daga. Þeir eiga næstu daga og óhætt fyrri þá að hlakka til framhaldsins. Við eigum eitthvað af stöngum eftir í Hallá sem má sjá hér: Hallá

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is