Lax í Ásgarði og Syðri Brú

Veiðimenn eru duglegir að senda okkur fréttir þessa dagana og sú nýjasta fáum við frá Ásgarði í Soginu. Þar fer veiðin ágætlega af stað þetta sumarið en sjö laxar náðust þar opnunardaginn 24.júní. Við heyrðum líka í veiðimanni sem opnaði Syðri Brú og landaði einum hæng 89cm á Frances örkeilu.

Fréttirnar frá Ásgarði í vikunni voru í stuttu máli þær að þrem löxum var landað og annar slapp við löndun á þessum degi sem þeir voru við veiðar. Auk þess náðust þrjár fallegar bleikjur í kringum 4-5 pund. Allt veiddist þetta á Ásgarsbreiðunni og í Raflínustreng.

Laxarnir voru vænir, frá 68-75 sm og tveir af þeim voru lúsugir. Svo vitnað sé í veiðimanninn sjálfan þá sagði hann mikið líf í Ásgarði og sást nokkuð af laxi bilta sér. Af þessu má skilja að góð veiðivon er á næstunni í Ásgarði.

Jóhann Torfi – johann@lax-a.is