Silungasvæði Svartár er ansi víðfemt og skemmtilegt svæði að veiða. Þar veiðist bæði staðbundinn og sjógenginn fiskur. Svæðið nær frá Hvammsá og langt upp á heiði þar sem má una sér í fjallaró og friðsæld.

DSC00025ssd

Staðsetning: Norðvesturland., um 290 km frá Reykjavík.

Veiðisvæði:Fremsta svæði Svartár, nánar tiltekið það svæði sem nefnt hefur verið Silungasvæði Fossár og Svartár. (Frá Hvammsánni að Bugalæk og öll Fossáin)

Stangarfjöldi: 2 stangir.

Tímabil: 20. júní – 30. sept.

Daglegur veiðitími:

07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00 (10. jún. – 20. ág.)

07:00 – 13:00 og 15:00 – 21:00 (21. ág. – 10. sept.)

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.

DSC00342

Hentugustu veiðitæki: Einhenda 9-10”, lína 6-9

Staðhættir og aðgengi: Ágætt er að komast um bestu veiðistaði á svæðinu.

Veiðikort: Kort

Veiðihús: Ekkert veiðihús. Veiðibókin fyrir svæðið er í Hólahvarfi við Blöndu, mönnum er skylt að skrá allan afla eftir veiði.

DSC00328DSC00022DSC00332DSC00326IMG_1591DSC00325DSC00334