Vorveiðin í Blöndu getur verið stórskemmtileg. Tímabilið er afar stutt en þeir sem hafa tekið daga hafa gjarnan gert fína veiði. Blanda hefur að geyma fallegan urriðastofn og taka þeir gjarnan vel þegar tekur að vora.

Athugið að öllum niðurgöngulaxi ber að sleppa án undantekninga!
Blanda_silungur_-_minni_2jpg

Veiðisvæði: Vorveiði á svæði II, III og IV

Veiðisvæðið: Er gríðarvíðfemt og afmarkast alveg frá Ennisflúðum og upp að enda Rugludals eða allt svæði II og III og allt svæði IV.

Staðsetning: Norðvesturland. Blanda rennur í gegnum Blönduós, um 270 km frá Reykjavík.

Stangarfjöldi: 4 stangir.

Tímabil: 15. apríl – 15. maí.

Daglegur veiðitími:

07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.

Kvóti: Hirða má fjóra silunga á stöng á dag. Öllum laxi ber að sleppa.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15” fyrir línu 9-11

Bestu flugur:  Black Gnat, Svartur Nobbler og Black Ghost

Staðhættir og aðgengi:
Ágætt er að komast um bestu veiðistaði á svæðinu. Aðgengi að Blöndu II er víðast mjög gott. Menn geta ferðast um svæðið á nánast hvaða bíl sem er. Betra er þó að vera á 4WD bílum ef aðstæður eru slæmar.

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA