Hólmasvæðið í Ásgarði er frábært veiðisvæði. Í vorveiðinni er boðið upp á ódýr veiðileyfi heilan dag í senn. Gisting fylgir ekki leyfunum. 
Asgardur_lok_jn
Veiðisvæðið: Í upphafi veiðitíma, þ.e. frá 1. apríl til 20. júní er veitt frá markagirðingu við Álftavatn og upp allt Ásgarðssvæðið, að veiðimörkum Ásgarðs og Syðri Brúar.

Eftir 20.  júní er aðeins veitt á svokölluðu silungasvæði. Þá afmarkast svæðið af víkinni neðan gamla veiðihússins og að markagirðingu við Álftavatn.

Veiðileyfi: fjórar stangir stangir eru leyfðar á svæðinu frá opnun til 20.06 og eru þær seldar tvær saman í pakka. Eftir 20.06 eru þrjár stangir á svæðinu og eru þær seldar stakar.

Veiðitími: Allt tímabilið er  veidd ein samfelld vakt frá klukkan 8-20 án hlés.

 

DSC00026

Leyfilegt agn: Fluga

Veiðireglur: Öllum laxi skal sleppt allt tímabilið en hirða má einn silung á stöng á dag.

Veiðihús: Ekkert veiðihús.

Leiðarlýsing að veiðisvæði: (eftir 20. júní) Tekin er beygja til vinstri rétt eftir að ekið hefur verið yfir brúna við Þrastalund. Ekið upp Grímsnesveg á vegi 36 um það bil 3 km og um 500 m áður en komið er að vegi að laxasvæði er tekin vinstri beygja að bílastæði sem staðsett er við Álftavatn. Veiðimenn eru beðnir að virða rétt sumarhúsaeigenda og fara aðeins um svæðið meðfram ánni en ekki yfir lóðir þeirra.

Umgengni og aðstæður: Veiðimenn eru beðnir að fara varlega á bökkum Sogsins. Æskilegt er að nota ávallt björgunarvesti . Gangið vel um og takið með ykkur allt rusl.

Nánari upplýsingar á skrifstofu í s: 531-6100

1978332_681912105205710_6837681684610809153_oAsgard Trout10348855_720170198046567_5132375926915746969_o 6b2686fe-7031-4409-8a5d-3c7c08d5fc2d[1]5cf78f12-5126-42c6-9356-5aee891ee568[1]00a9f9d2-993e-4225-ba01-57bcc9b7b346[1]