Miðdalsá er skemmtileg tveggja stanga á í ódýrari kantinum og hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur. Miðdalsá í Steingrímsfirði, Strandasýslu á efstu upptök sín í litlum pollum suður undir Gilsfirði. Miðdalsá rennur til norðurs og fellur í sunnanverðan Steingrímsfjörð

midals_gil

Miðdalsá hefur verið flokkuð sem sjóbleikjuá með ágætis  laxavon og laxagengd hefur verið að aukast eftir að farið var að hlúa betur að stofninum. Sumarið 2014 veiddust hátt í 20 laxar auk sjóbleikjunnar sem er uppistaða aflans.
Umhverfi árinnar er rómað fyrir náttúrufegurð og fremur auðvelt er að komast að flestum veiðistöðum í neðri hluta hennar. Til að komast á staði í efri hlutanum þarf að fara yfir vað á ánni sem eingöngu er fært stærri jepplingum og jeppum. Einnig er hægt að ganga frá vaðinu upp gilið og að foss sem er í efsta hluta gilsins.
Fosinn hefur lengi verið einn besti veiðistaður árinnar og hafa flestir laxarnir verið veiddir í honum. Lengi var talið  að fossinn væri farartálmi en svo virðist ekki vera því bæði lax og bleikja hafa verið veidd langt fram á dal fyrir ofan  foss.

Staðsetning: Kirkjubólshreppi í Strandasýslu.

Stangarfjöldi: 2 stangir.Seldur er einn eða fleiri dagar frá hádegi til hádegis.

Tímabil: 21.júní til 19.september

Daglegur veiðitími: 7–13 og 16–22 (30. jún. – 15. ág.) 7–13 og 15–21 (15. ág. – 20. sept.)

Leyfilegt agn: Fluga og maðkur

Veiðitæki: Einhenda, lína 5-8.

MiddalsaArni1 (2)

Staðhættir og aðgengi: Fólksbílfært að flestum stöðum í neðri hluta árinnar, jeppa þarf til að komast upp að efsta stað.

Veiðihús: Um 40fm nýuppgert veiðihús fylgir með tveimur svefnherbergjum (svefnpláss fyrir allt að 9 manns). Húsið hefur öll helstu þægindi og þar er gott að dvelja, en lúxus er í lágmarki. Húsinu fylgir gasgrill og er aðgerðaraðstaða fyrir utan. Bakaraofn er á staðnum og öll helstu eldhúsáhöld en ekki örbylgjuofn.  Útisturtubað er við húsið. Veiðimenn þurfa sjálfir að koma með sængur, sænguver, tuskur o.s.frv.

Leiðarlýsing í veiðihúsið: Miðdalsá er um 233 km frá Reykjavík ef ekið er í gegnum um Hvalfjarðargöng og yfir Þröskulda. Ekið er yfir Þröskulda og þegar komið er niður af heiðinni er ekið til hægri inn strandir í átt til Akureyrar. Eftir um fjóra kílómetra er komið að skilti merktu „Miðdalsgröf“ á hægri hönd. Ekið er upp þann afleggjara og þá á veiðihúsið að blasa við.

Umgegnisreglur: Veiðimenn mega koma í húsið 1 klst fyrir veiðitíma og skal húsið rýmt einni klst eftir að veiðitíma lýkur. Munið að ræsta og hreinsa rusl.
Umsjónarmaður: Siggi Marri á Hólmavík í S: 8218080

Kort: Því miður er ekki til veiðikort af ánni en stuttar leiðbeiningar um helstu staði er að finna í veiðihúsi.

MiddalsaArni1 (17)MiddalsaArni1 (54)MiddalsaArni1 (41)IMG_38542014-08-10 09.52.03MiddalsaArni1 (3)IMG_3851MiddalsaArni1 (50)