Leirvogsá er ein besta tveggja stanga laxveiðiá á landinu með meðalveiði up á um 550 laxa á ári. Leirvogsá er afar fjölbreytt til veiða, í ánni má finna jafnt hraða strengi og gullfallega fluguveiðistaði. Umhverfi árinnar er gullfallegt og hæst ber þar tignarlegan Tröllafossinn efst í gljúfurunum.

Áin er sannkölluð vin rétt fyrir utan skarkala höfuðborgarinnar.

Leirvogsá er bergvatnsá sem rennur úr Leirvogsvatni 12km leið til sjávar. Fiskgengur hluti árinnar frá Tröllafossi að ósi er 8km. Finna má marga og fjölbreytta veiðistaði í ánni og afar rúmt er um stangirnar tvær.

Staðsetning: Leirvogsá er rétt fyrir utan Mosfellsbæ, um 20 mínútna akstur frá miðbæ Reykjavíkur.

Leyfilegt agn: Maðkur og fluga með eftirfarandi skilyrðum: 

Maðkur er leyfður frá ósi að og með Birgishyl og frá og með Skeggjastaðagrjótum og að og með Tröllafossi allt tímabilið.

Eingöngu fluga er leyfð allt sumarið á miðsvæði frá og með Helguhyl að og með Efri Skrauta.  

Kvóti: Er sex laxar á stöng á dag, ekki má færa óveiddan kvóta á milli daga. Veiða má og sleppa á flugu eftir að kvóta er náð.

Veiðihús: Veiðihúsið við Leirvogsá er gamalt en þjónar sínum tilgangi vel. Ekki er boðið upp á gistingu við ána en húsið er notað til að matast í hléum. 

Dráttur um svæði fer fram í veiðihúsi kl: 6:45. Ef einungis önnur stöngin er mætt má hún velja sér svæði til að byrja á eftir þann tíma. 

Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá og með Tröllafossi að og með Tunguborgareyrum. Alls spannar veiðisvæði Leirvogsár um 8km með yfir 50  merktum veiðistöðum. 

Veiðisvæðaskiptingar:

24/06 – 20/07.  Á þessu tímabili er ánni skipt í þrjú svæði. Svæði I nær frá ósi og til og með Sleppitjarnarhyl. Svæði II er frá Neðri Skrauta til og með Grundarhorni. Svæði III er frá og með Bakka og að Tröllafossi. ATH sama stöng er með svæði II og III og ein stöng svæði I.

21/07 – 24/09.  Frá 25 júlí er ánni skipt í tvö veiðisvæði með einni stöng á hvoru. Svæði eitt er frá ósi að og með Seljalandsstreng. Svæði II er frá og með Holu að Tröllafossi. 

Menn ákveða sjálfir í húsi hvort þeir vilja hafa þriggja eða sex tíma skiptingar og eins hvort þeir vilja draga um svæði. 

Stangarfjöldi: 2 stangir. Seldur er einn eða fleiri dagar frá morgni til kvölds.

Tímabil: 24. júní – 24. september.

Daglegur veiðitími:

7–13 og 16–22 (24. jún. – 4. ág.)

7–13 og 15–21 (5. ág. – 4. sept.)

7–13 og 14–20 (5. sept. – 24. sept.)

Veiðitæki: Einhenda 9” fyrir línu 6-8, flotlína, intermediate.

Bestu flugur: Rauð og svört Frances, Black Sheep & Silver Sheep, Undertaker, Snældur, Collie Dog, Sunray Shadow, Black Ghost. Oft gefur vel að nota gárubragð í Leirvogsá.

Staðhættir og aðgengi: Ágætt í neðri hluta, gott að vera á 4×4 bíl í efri hluta.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Viðar Jónasson S: 8482914 : Gunnar Andri Viðarsson S: 8242914

Veiðikort: Leirvogsá

Veiðibók: Er í veiðihúsinu, munið að skrá afla daglega.

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100  

 

Staðsetning