Góður gangur í Hallá!

Hallá, Húnaflói, Iceland, salmon fishing, lax-a.is

Tveggja stanga áin Hallá sem rennur í Húnaflóa, hefur verið að gefa góða veiði undanfarna daga. Tveir menn sem veiddu hana í þrjá daga í síðustu viku lönduðu hvorki meira né minna en tólf löxum. Gott vatn er í ánni og töluvert af laxi að ganga. Selst hefur vel í þessa fallegu á, en fyrir þá sem vilja tryggja sér stangir þá eru bestu verðin hér: Veiðileyfi í Hallá.

Hallá er lítil og skemmtileg á, tilvalin fyrir fjölskyldur og litla hópa, þeir eru ófáir maríulaxarnir sem hafa komið úr ánni. Nú er bara að drífa sig af stað.

 

Karl Steinar Óskarsson karl@lax-a.is s.893 6180