Gleðilega veiði!

Jæja þar kom að því, loksins er veiðitímabilið hafið! Ekki er beinlínis hægt að segja að veðrið hafi verið vormilt þennan fyrsta dag í veiði en menn létu það ekki á sig fá og klæddu sig vel.

Við höfum verið að sjá fréttir af fínum aflabrögðum víðsvegar enda er sá silfraði búinn að bíða lengi eftir fyrstu flugunni. Fallegasti fiskurinn sem við höfum haft fréttir af á opnunardeginum hlýtur samt að vera þessi urriðahöfðingi sem Jóhannes Hinriksson dróg úr Ytri Rangá. Áin sú er þekkt fyrir að geyma stóra staðbundna urriða og þessi var sannarlega einn af þeim. Fiskurinn var vegin 7,6 kíló eða fimmtán pund og er talinn eldgamall. Þessum höfðingja var að sjálfsögðu sleppt aftur.

Við eigum skemmtilega kosti í vorveiðina og má þar nefna Tungufljót við Geysi og Ásgarð í Soginu.

Tungufljót er risastórt svæði þar sem lítið mál er að halda tveggja metra fjarlægð eða jafnvel kílómetra. Þar er von á urriða sem getur verið stór en meðalþyngd er um tvö pundin.

Hægt er að kaupa veiðileyfi í Tungufljót hér: https://www.lax-a.is/voruflokkur/tungufljotsilungur/

Sog Ásgarður er skemmtilegt fjögurra stanga svæði í Soginu þar sem slíta má upp bleikjur allt upp í tiu pund ef heppnin er með þér.

Hér má finna leyfi í Ásgarð: https://www.lax-a.is/voruflokkur/sog-asgardursilungur/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is