Fyrsti laxinn kominn úr Tungufljóti!

Fyrstu veiðmennirnir dýfðu færi í Tungufljót í gær og skemmst er frá því að segja að það var líf undir. 

Fyrsti fiskurinn úr fljótinu var 75cm hrygna sem sjá má með fréttinni og fiskur númer tvö var 81cm hrygna. Báðir komu laxarnir úr Faxa. 

Við eigum veiðileyfi í fljótið næstu daga á mjög góðu verði sem sjá má hér: Tungufljót vefsala

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is