Fréttir af Hallá

Hallá á Skagaströnd á sér dyggan aðdáendahóp og halda margir tryggð við ánna ár eftir ár. Hún leynir á sér áin og oft má fá þar glettilega góða veiði. 

Við heyrðum nýlega veiðitölur úr ánni og er áin nú komin yfir 80 veidda laxa. Hallá er nær oftast með sumarveiði á bilinu frá 100-200 laxa og fer hún líklega léttilega vel yfir hundraðið í sumar þar sem enn lifir mánuður af veiðinni. Bestu staðirnir í sumar eru sem oftast gilið rétt fyrir neðan veiðihúsið. 

Við eigum enn eftir daga í Hallá sem má finna hér: Hallá Veiðileyfi

 

Veiðikveðja 

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is