Frábær veiði í Ásgarði!

Frábær veiði í Ásgarði, laxveiði, lax-a.is

Ásgarður var lítið stundaður í upphafi tímabils og því kom eðli málsins samkvæmt engin lax á land fyrstu vikuna sem svæðið var opið. 

Árni Baldursson kíkti þar einn seinnipart til að athuga stöðuna á svæðinu. Og staðan var góð, mjög góð, og það var bullandi líf út um allt.  Árni setti í sextán laxa og landaði fimm á  fjórum klukkutímum.  Tveir stórlaxar komu úr Símastreng og á Ásgarðsbreiðu og úr hylnum Frúarstein komu fimm stykki. 

Tómas Sigurðsson kom svo á eftir Árna og áfram hélt veislan. Tómas og félagar settu í 25 laxa og lönduðu 10. 

Það er því ljóst að Sogið er hrokkið all harkalega í gang. 

Við eigum veiðileyfi á góðu verði á næstunni sem má sjá hér: Sogið Vefsala

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is