Flottir dagar á lausu í laxveiði

Kæru veiðimenn, 

Nú eru allir í óðaönn að skipuleggja veiðisumarið  og okkur langaði að benda ykkur á flotta daga á lausu fyrir norðan.

Hallá – 15-18.07. Hér ætt að vera afar góð von á fyrstu stóru smálaxagöngunum.

Blanda svæði 2 – Hér var að losna gulltími 21-23.07 og svo er líka til 5-7.08. Frábær holl og á svæði tvö sjá menn um sig sjálfir í Móbergi.

Blanda svæði 4 – 1-7.07. Á þessum tíma er fín veðivon þar sem laxinn rýkur oft beint uppeftir en verð eru lægri.

Blanda svæði 3 – 9-14.07. Flottur tími á svæði þrjú og göngur að færast mikið í aukana þessa daga.

Blanda svæði 1 – 16-19.07 og 21-24.07.  Þetta er Præm með stóru péi í Blöndu eitt. Oft er landburður af laxi á þessum tíma. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is