Lausir dagar á næstunni í Stóru Laxá

Það eru lausir nokkrir dagar á næstunni í Stóru Laxá, og lofar áin góðu eftir rigningar síðustu daga. Á næstu dögum er hægt að kaupa staka stöng í sólarhring, en vanalega eru 2 seldar saman. Hér er hægt að sjá betur hvað er laust á svæði 1&2, einnig svæði 3 og svæði 4.  

Tilboð í Ytri Rangá

Nú eru stangir í YTRI RANGÁ komnar á tilboð í vefsölu vegna erlendra ferðamanna sem komust ekki í ljósi ástandsins og erum við því að selja stangir sem opnuðust. Þetta er á prime time í ánni svo við vonum að innlendir veiðimenn njóti góðs af því og komist í Ytri Rangá á besta tíma á verði sem hefur ekki verið …

Nokkrar stangir í Stóru Laxá!

Svæði 1&2 opnaði nú og veiddi opnunarhollið 29 laxa á 2.5 degi, sem er alveg frábær byrjun á sumrinu. Þar af veiddust 14 laxar á fyrstu vaktinni! Aðeins hægðist á þegar sólin tók á loft, en endaði þó á frábærri tölu og ein af betri opnunum síðustu ár. Það eru komnar nokkrar stangir í vefsöluna, en þar er m.a. nú …

Laus holl í Deildará

Deildará á Melrakkasléttu er dásamleg lítil þriggja stanga á með frábæru nýju veiðihúsi. Áin er tilvalin fyrir fjölskylduna eða vinahópinn. Deildará opnaði nú i vikunni og var opnunin hin ágætasta. Veiðar hófust 20. júní og voru í hádeginu komnir fimm laxar á land. 87 cm hrygna veiddist í Minkahyl, 86 cm hængur í Langhyl, 80 cm hængur og 74 cm hrygna …

Kynning á svæði 4 í Stóru Laxá

Kynning Stóru Laxá svæði 4 er kominn með nýja dagsettningu , nú eru allir veiðislóðar greiðfærir og gott að komast um, ágæt veðurspá 20 Júni , ný dagsettning er 20 Júní mæting klukkan 15:00. Farið verður yfir veiðistaðina, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er í ánni. Þá gefst veiðimönnum færi á að kynnast …

Fyrstu laxveiðiár opna

Norðurá opnaði fyrst laxveiðiáa í gær og var 10 löxum landað í gærdag og bættust svo tveir við í kjölfarið fyrir hádegi í dag. Blanda fylgdi fljótt í kjölfarið og opnaði í dag. Fyrir hádegi í dag voru komnir 4 laxar á land í Blöndu. Á myndinni má sjá Reyni með lax úr Blöndu í morgun. Í Þverá komu 3 …

Spennandi tilboð í vefsölu

Við vorum að setja inn mörg spennandi tilboð í vefsöluna hjá okkur. Þar er að finna tilboð á öllum veiðisvæðum, lægsta tilboð frá 17.500kr. dagurinn. Í vefsölunni er að finna mörg veiðisvæði, svo sem Stóru Laxá, Tungufljót, Norðurá, Eystri Rangá, Ásgarð í Soginu, Ytri Rangá ofl. Þar eru bæði seldar stakar stangir, stangir saman tvær í pakka og með mismunandi …

Kynningar frestast um helgina

Kynningar sem stóð til að halda í Tungufljóti á laugardaginn og Stóru Laxá svæði 4 á sunnudaginn frestast vegna mikillar rigningar. Við látum vita fljótlega með nýjar dagsetningar og hlökkum til að sjá sem flesta. Kynningin á svæði 4 er full en hægt er að skrá sig á biðlista og nokkur laus pláss eru eftir í Tungufljóti.

Kynning á Tungufljóti

Kynningarnar í vor hafa farið vel af stað og var mjög góð mæting bæði í Ásgarði og í Stóru Laxá. Því hefur verið ákveðið að bæta við kynningu á Tungufljóti. Þar verður haldin veiðistaðakynning á laxasvæðinu í Tungufljóti 30.maí nk, laugardag kl 13.00. Laxasvæðið nær frá fossinum Faxa fram hjá Reykholti og niður að brú. Á veiðistaðakynningunni verður farið yfir …

254 silungum landað í Ásgarði

254 silungum hefur verið landað í Ásgarði á silungasvæðinu síðan það opnaði. Það er stórgóð veiði og mjög mikið um stórar og sterkar bleikjur. Veiðin hefur því nú þegar næstum náð heildarveiðitölu síðasta árs yfir veiddar bleikjur á svæðinu og enn er nóg eftir af veiðitímabilinu fyrir þetta árið, það verður því áhugavert að fylgjast með veiðitölunum á komandi mánuðum. …