Lifi íslenski laxinn!

Kæru veiðimenn, Eins og flestum er kunnugt stendur nú til að hefja laxeldi í stórum stíl við vestan- og austanvert landið. Norðmenn sem hafa verið brautryðjendur í laxeldi og í framhaldi nær útrýmingu náttúrulegra laxastofna hafa séð sér leik á borði og vilja flytja fagnaðarerindið til Íslands. Á Íslandi eru aðstæður til eldis á laxi mun erfiðari og óhagstæðari en …

Leirvogsá 2017

Eins og flestum er kunnugt hefur Lax-Á leigt veiðiréttindi í Leirvogsá frá og með sumrinu 2017. Nokkrar breytingar verða á veiðifyrirkomulagi sem við vonum að stuðli að meiri og jafnari veiði í ánni allt tímabilið. Leirvogsá hefur lengi verið vinsæl til maðkveiða og við vitum að menn klóra sér sumir hverjir í hausnum yfir þeirri ákvörðun okkar að að gera …

Lokatölur úr Djúpi

Við vorum að fá í hús glóðvolgar lokatölur úr ánum okkar við Djúp- Langadals og Hvannadalsá. Skemmst er frá því að segja að þær systur hafa átt betri ár og þá sérstaklega Hvannadalsá. Úr Langadalsá komu samtals 245 laxar og var það áberandi hve hátt hlutfall af laxinum var stórlax, smálaxinn var liðfár líkt og víða. Tveir laxar yfir 100cm …

Bókanir fyrir 2017

Þó svo að veiðitímabilið sé ekki alveg búið þá erum við hjá Lax-Á strax farin að huga að því næsta. Við verðum með óbreytt framboð á næsta ári nema hvað Leirvogsá bætist í flóruna hjá okkur. Við reynum alltaf eftir fremsta megni að tryggja mönnum að halda hollunum sínum. Við vildum því minna þá veiðimenn á sem vilja halda sínu …

Af Stóru Laxá

Veiðin í Stóru Laxá hefur verið nokkuð misskipt eftir svæðum í sumar. Á svæði fjögur hefur gengið mjög vel og erum við að sjá bestu tölur þaðan um áraraðir.  Neðri svæði hafa ekki verið í jafn góðum gír nema hvað opnunin var fljúgandi flott og sú langbesta  sem sögur fara af. Síðan gerðist það líkt og víða að veiðin datt …

Lausir dagar vegna forfalla í Stóru 4

Vegna veikinda hjá viðskiptavini losnuðu dagar nú á næstunni í Stóru Laxá svæði fjögur og þar á meðal helgin. Þar sem stutt er í þetta seljum við stangirnar stakar minnst einn dag í einu og verðið á stöng per dag er einungis 28.000 með gistingu. September er ákaflega skemmtilegur tími í Stóru þegar þessir stóru verða tökuglaðari, ekki skemmir fyrir …

Veislan heldur áfram í Tungufljóti

Enn færum við ykkur fréttir af Tungufljóti. Það er bara svo gaman að segja frá þegar vel gengur. Hann Binni skrapp í fljótið í gær og veiddi 4 fiska á tveimur og hálfum tíma, þar á meðal þennan  glæsilega 92cm hæng. Í gær veiddust 11 laxar í  Fljótinu. Fljótið er að gefa fiska langflesta daga sem þar er staðið við …

Stuð í Tungufljóti

Hann Arnar tómas var réttur maður á réttum stað þegar hann lenti á göngu í Tungufljóti og óhætt er að segja að hann hafi fengið mikið fyrir peninginn. Arnar Tómas sendi okkur eftirfarandi frásögn og mynd af fiskunum sem hann hirti: Jæja þetta kom heldur betur skemtilega á óvart, ég landaði 22 og félagi minn 1 á föstudaginn og slatti af …

Frábær veiði í Tungufljóti

Síðustu daga hefur verið ákaflega líflegt í Tungufljóti og laxar veiðst alla daga. Nú virðist sem stór ganga hafa komið inn í fljótið því við heyrðum af veiðimanni í morgun sem gerði ævintýralega veiði. Við heyrðum í Jónasi veiðiverði sem sagði okkur að hann hefði séð mikið líf fyrir neðan Faxa í gærkveldi og laxa á lofti út um allt, …

Spennandi forfallastangir

Vegna forfalla á síðustu stundu hjá veiðimanni getum við boðið afar áhugaverð leyfi. Um er að ræða: Stóru Laxá I&II  05-07.09 – allt hollið Laxá í Aðaldal – Nesveiðar 08-11 sept. Tvær stangir. Jóhann Davíð –  jds@lax-a.is