Gleðilega hátíð

Kæru vinir, Starfsfólk Lax-Á óskar ykkur gleðilegra jóla og þakkar ánægjuleg samkipti og góðar veiðiminningar á árinu sem er að líða. Megi nýja árið vera ykkur farsælt og gefa ykkur góðar stundir við árbakkann. Skrifstofa Lax-Á er lokuð á annan í jólum og opnar aftur þann 27.12. Veiðikveðja Starfsfólk Lax-Á  

Blanda IV – engin gistiskylda í september

Eins og veiðimenn vita flestir þá gerðum við þær breytingar á gistingu á svæði fjögur í Blöndu að nú fylgir gisting og fullt fæði með leyfunum í Hólahvarfi. Veiðimenn hafa almennt verið nokkuð ánægðir með þessar breytingar en þó hafa sumir bent á að þessu geti fylgt aukin áhætta í september þegar hætta er á yfirfalli. Við höfum tekið tillit …

Vefsala Lax-Á

Kæru veiðimenn, Við vildum minna á að við erum alltaf að bæta í vefsöluna okkar. Nú nýlega settum við inn síðsumarsdaga í Blöndu 2. Það er ákaflega ódýr og athyglisverður kostur, stangardagurinn er ekki nema á 15-17 þúsund og er þá gisting innifalin. Blanda hefur haldið sér mjög vel fram á haust síðustu ár og ekki hefur orðið yfirfall á ánni. …

Skemmtilegar tveggja – þriggja stanga ár

Við hjá Lax-Á bjóðum upp á skemmtilegar litlar ár sem eru tilvaldar fyrir fjölskylduna eða litla hópa. Hallá Eins sú allra vinsælasta hjá okkur í gegn um tíðina er Hallá á Skagaströnd. Áin er tveggja stanga og gefur oft glettilega fína veiði en best er hún oftast síðsumars. Þeir eru margir maríulaxarnir sem hafa fengist í Hallá og fastagestir koma …

Skotland 2017

Við hjá Lax-Á höfum um áraraðir verið veiðimönnum innan handar við að útvega laxveiðileyfi í Skotlandi. Þar má finnar heimsþekktar ár eins og Dee, Spey o.fl. Tímabilið í Skotlandi er mun lengra en við eigum að venjast hér á norðlægari slóðum og byrjar veiðin í mörgum ám strax í febrúar. Það er ekki amalegt að geta flogið beint til Aberdeen …

Indæla Ytri Rangá

Í sumar sem leið leiddist fáum í Ytri Rangá. Ef einhverjum leiddist þar þá er sá hinn sami mjög líklega núna kominn í golfið í stað veiði. Áin var hreinlega pökkuð af laxi og það var næstum sama í hvaða hyl litið var í, allstaðar var lax. Ég hrökk á hálfan dag í ánni um mitt sumar og það var …

Fréttamolar

Kæru veiðimenn, Bókanir fyrir næsta sumar hafa farið afar vel af stað og nú er svo komið að lítið framboð er eftir í mörgum af ánum okkar. Við verðum með nánast óbreytt framboð á næsta ári nema að við höfum bætt við okkur Leirvogsá og við munum ekki vera með Syðri Brú í Soginu lengur. Við þökkum landeigendum þar fyrir …

Breytingar á svæði 4 í Blöndu-2017

Kæru Veiðimenn, Við kynnum til sögunnar svolitlar breytingar varðandi gistifyrirkomulag og veiðitíma í Blöndu 4. Eins og menn vita var veiðihúsið Eiðsstaðir komið til ára sinna og orðið lúið. Við það er ekki búandi lengur og því tókum við þá ákvörðun að gisting fyrir svæði fjögur færðist í Hólahvarf allt tímabilið. Hólahvarf var upphaflega hugsað sem veiðihús fyrir ána og …

Vefsalan opnuð

Kæru Veiðimenn, Við höfum sett vefsöluna okkar í loftið. Til að byrja með eru í vefsölunni dagar í Langadalsá og Hallá en við munum á næstu dögum og vikum auka framboðið.  Margir flottir dagar í boði í þessum ám. Hallá býður upp á frábæra ódýra fjölskylduveiði og Langadalsá er einfaldlega ein skemmtilegasta fluguveiðiá á landinu. Hér má sjá úrvalið: Vefsala Veiðikveðja …

Bókanir fyrir 2017

Sala fyrir árið 2017 hefur farið ákaflega vel af stað og nú er svo komið að á sumum svæðum er mjög lítið framboð eftir. Við eigum þó marga góða og væna bita enn á lager sem bíða eftir að verða hrifsaðir. Ef þú átt eftir að tryggja þér daga fyrir næsta sumar ekki hika við að hafa samband og við …