Stóra Laxá er Hreppagullið

Stóra Laxá í Hreppum eða Hreppagullið líkt og sumir velunnarar kalla hana á sér sérstakan sess í hjarta margra veiðimanna. Stóra Laxá er Áin með stóru Ái í huga margra og þeir hinir sömu geta ekki hugsað sér sumar án þess að skreppa þangað. Þegar veiðimenn spyrja mig um hvert þeir eigi að fara segi ég án hiks að þeir …

Losnuðu flottir dagar

Vegna forfalla losnuðu hjá okkur eftirfarandi dagar á besta tíma í Blöndu og Stóru Laxá. Blanda, svæði 2 21-24.07 – fjórar stangir. Verð á stöng á dag 48.500 og gisting í Móbergi fylgir. Blanda, svæði 3 21-24.07 – þrjár stangir Verð á stöng á dag er 69.800 og fylgir með gisting og fullt fæði fyrir einn í Hólahvarfi. Aukamaður á …

Það styttist…

Það liggur við að veiðimaður klóri sér í hausnum þessa dagana og velti fyrir sér af hverju ekki er hægt að veiða. Veiðiblíðan undanfarið hefur verið slík að líkt er að blessað vorið sé komið og maður geti skroppið í Varmána góðu eða eitthvað annað vorveiðisvæði. En… Svo kíkir maður á dagatalið og það er víst febrúar. Allt lokað nema …

Svartá í Húnavatnssýslu

Svartá er ákaflega skemmtileg á sem býður upp á fjölbreytta veiðistaði og fínt veiðihús þar sem menn kokka ofan í sig sjálfir. Í ánni er leyfi fyrir fjórum stöngum en við seljum minnst tvær og tvær saman, einn dag eða fleiri í senn. Áin er skemmtilega fjölbreytt að því leyti að auk hinna hefðbundnu strengja og breiða teigir hún sig …

Veiðitímabilið byrjað í Skotlandi

Frændur okkar í Skotlandi búa við þann lúxus að laxveiðitímabilið er langt og fyrstu árnar þar um slóðir opna í janúar. Við hjá Lax-Á höfum haft ítök í Skotlandi um langt árabil og höfum við lengi haft sölu á leyfum í ánni Dee á okkar snærum. Dee sem er ein af betri ám Skotlands opnaði fyrir veiðimönnum í gær með …

Breytingar í Soginu

Eins og menn vita hafa veiðitölur í Soginu ekki beinlínis verið til að hrópa húrra fyrir síðustu ár. Það hefur verið afskaplega sorglegt að sjá hvað þessi fornfræga stórlaxaá hefur verið í mikilli lægð. Fyrir þessari niðursveiflu geta verið ýmsar ástæður en greinarhöfund og fleiri grunar einna helst stórfelldar netalagnir á gönguleið laxfiska í Sogið.  Þessar netalagnir höggva stórt skarð …

Leirvogsá 2017

Eins og veiðimenn vita höfum við hjá Lax-Á tekið Leirvogsá á leigu frá og með árinu 2017. Margir þekkja Leirvogsá og hafa átt góðar stundir við ána. Leirvogsá er ein albesta tveggja stanga á landsins og meðalveiðin er yfir 500 laxar á stangirnar tvær á tíu ára tímabili. Best fór veiðin í 1173 laxa árið 2008 en lökust hefur hún …

Flottir dagar á lausu

Kæru veiðimenn, Við erum þessa dagana á fullu að bæta ám í vefsöluna okkar og á næstunni ætti mest allt að vera koma þangað inn. Hér má kynna sér vefsöluna: Vefsala Við vildum benda á flott holl sem við eigum á lausu: Blanda Sv 1 – Vegna forfalla eigum við eftirfarandi júnídaga: 21-24.06 = ein stöng 21-22.06 = tvær stangir Langadalsá …

Blanda 4 er frábært svæði

Þeir eiga það sameinginlegt veiðimennirnir sem hafa veitt Blöndu 4 að þeir koma alltaf aftur. Svæðið er hreint einstakt, fjarri mannabyggðum með stórfengnum gljúfrum og stórkarlalegu landslagi. Og veiðin er mjög góð, svæðið er gríðarlega mikilvægt hryngningarsvæði fyrir Blöndulaxinn sem hópast þarna upp eftir til að fjölga sér. Í Blöndu fjögur færðu það besta beggja heima: sterkan Blöndulaxinn en blátæra …

Miðdalsá – lækkað verð

Miðdalsá í Steingrímsfirði er skemmtileg lítil á í afar fallegu umhverfi.  Í ánni veiðast árlega um 50 – 100 sjóbleikjur og 10 – 30 laxar. Lítið en notalegt hús fylgir veiðinni þar sem allt að átta manns geta gist. Miðdalsá er nokkuð fjölbreytt á, þar eru bæði hægfljótandi litlar breiður og hraðari stengir. Efst i dalnum þarf að fara yfir …