Alveg að detta í lax

Það var um þetta leiti í fyrra að fréttir bárust af því að fyrsti laxinn hefði sést í Laxá í Kjós. Gárungarnir ypptu öxlum og tóku því lítt trúanlegu enda er eðlilegur tími nær 20. maí. En svo fóru að heyrast fréttir víðar og ljóst var að laxinn var óvenju snemmgenginn þetta vor. Þegar Kjósin og fleiri ár var opnaðar …

Helgartilboð í Laxveiði

Við sendum út eftirfarandi tilboð á Vildarklúbbinn okkar í gær. Eitthvað er eftir af stöngum og hægt er að kaupa þær beint á vefsölunni okkar – Vefsala Tiboðin gilda til 02.05. Blanda 1 – Pakki, ein stöng og fæði 15.08-17.08 Listaverð með fæði fyrir einn: 79.000 á dag Vildarklúbbsverð með fæði fyrir einn: 59.000 á dag. aukamaður á stöng greiðir …

21-27.júlí laus í Langadalsá

Vegna forfalla er vikan 21-27.júlí 2017 í Langadalsá laus. Hér er um að ræða frábæra viku í ánni en vegna óviðráðanlega aðstæðna verður aðilinn sem hefur bókað þessa viku síðastliðinn 14ár að láta hana í sumar.  Nánari upplýsingar má finna á skrifstofu Lax-á í síma 531-6100 eða á tölvupóstinum johann@lax-a.is

Vor(hor)veiði

Síðuritari verður að viðurkenna að hann dáist af þeim sem láta ekkert slá sig út af laginu þegar vorveiðskapur er annars vegar.  Menn standa vaktina í rokhraglanda og snjókomu með bros á vor, eða svona næstum því. Og menn eru að fá hann, við höfum séð marga hríðarbarða veiðimenn skælbrosandi með flotta fiska. Ef menn leggja á sig erfiðið eru …

Gleðilega Páska

Kæru veiðimenn,   Við hjá Lax-Á óskum ykkur gleðilegra páska og megið þið hafa það einstaklega gott yfir hátíðina. Spáin er svolítið köld til veiða en þá er bara að klæða sig vel, við tökum þessum auka veiðifrídögum fagnandi. Við verðum með lokað á skrifstofunni og opnum aftur þriðjudaginn 18.04. Vefsalan okkar er opinn allan sólarhringinn og þar má finna …

Dagar í Blöndu án gistingar

Við vildum vekja athygli á því að við vorum að breyta fyrirkomulagi á nokkrum dagsetningum á svæðum 3 og fjögur í Blöndu. Nú er hægt að kaupa heila daga ákveðin tímabil á þessum svæðum án gistiskyldu. Í Blöndu 4 eru júnídagar nú án gistiskyldu og eru dagarnir á góðu verði. Hægt er að fá gistingu á mörgum stöðum í nágrenninu. …

Losnaði frábær tími í Blöndu 4

Vegna forfalla var að losna frábær tími í Blöndu 4 eða 15-18 júlí. Hólahvarf er upptekið þessa daga þannig að veiðihúsið Móberg fylgir með þar sem menn elda ofan í sig sjálfir. Margir hafa saknað þess að geta ekki séð um sig sjálfir í Blöndu 4 og er hér því komið kærkomið tækifæri fyrir þá. Auk  þess er þetta gulltími …

Flottar opnanir á lausu

Við viljum velja athygli á því að við eigum flottar opnanir á lausu í laxinn.  Opnunin í Ásgarði í Soginu er laus – 24-25.06. Árið 2016 veiddist vel í opnuninn og oft er hann mættur um þetta leyti. Þá er gott að vera fyrstur til að sýna honum agn. Opnunin í Hvannadalsá er líka laus – 20-21.06. síðustu ár hefur …

Ásgarður fær andlitslyftingu

Veiðihúsið við Ásgarð stendur á svonefndum Gíbraltarhöfða með ákaflega fallegu útsýni yfir Sogið. Gróðurfar á höfðanum er hreint ákaflega gróskumikið. Það var orðin það mikil gróska í gróðrinum að hann byrgði mönnum sýn á pallinum góða, menn sáu ekki Sogið fyrir trjánum. Hraustir menn frá Lax-á réðust því í það verkefni að grisja í kring um húsið og einnig göngustíginn …

Spennandi starf í boði hjá Lax-Á

Sölu- og verkefnastjóri   Lax-á ehf. auglýsir eftir sölu- og verkefnastjóra yfir starfsemi fyrirtækisins á Grænlandi. Starfsemin felst í sölu á skot- og stangveiðiferðum ásamt gönguferðum og almennri ferðaþjónustu á svæðinu. Lax-á er leiðandi fyrirtæki í veiðiferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að starfa á Grænlandi og í Skotlandi.   Starfssvið:   Skipulagning ferða og utanumhald yfir rekstur á Grænlandi Sala …